30 ago 2011

6. LOKAHÓF "HVAÐEFSÖGU": Þórarinn Eldjárn boðinn á upplestur nýrra frásagna

Í dag var lokahóf smiðjunnar og meiningin að hlusta á nýjar frásagnir sem höfðu sprottið út frá sögunni hans Þórarins “Hvaðefsaga”. Nú voru aðstandendur boðnir að koma, læknar frá Landakoti og FAAS félagar ásamt öðrum mætum gestum eins og fulltrúa frá Velferðarráðuneytinu.
Þórarinn var einnig boðinn velkominn en hans hlutverk að þessu sinni var að hlusta og taka þátt í samræðunum. Þessi litla saga hans hafði fengið stórt hlutverk, mörgum árum eftir að hún hafði verið búin til. Hún hafði orðið hvatning til að virkja frásagnargetu þátttakandanna, tengt liðna atburði við daginn í dag og jafnvel opnað hugmyndarflugið fyrir enn aðra.
Flest hófu eldri borgararnir frásögunina á “fjallinu sínu” (Esjunni, Dyrfjalli, Biskupstungum...) en síðan lá leiðin út um víðan völl: í laxveiði í Aðaldal, í fréttablað í Englandi, til bernskuáranna á Eyrinni á Akureyri og í berjamó í Aðaldal, inn í dullarfullan hellismuna sem enginn vissi hvert lá í Borgarfirði Eystri, til fjölskylduatburða í Viðey og hjólreiðaferðar í Noregi, lífsins og öskuhauganna í Gufunesi , svo aðeins nokkuð sé nefnt. Ein myndanna sýndi meira að segja hvernig viðkomandi áleit heilann sinn í dag, eftir að hafa verið greindur með Alzheimers í tvö ár!
Myndir nemendanna voru góð stoð fyrir sjúklinganna og í flestum tilfellum var engin spurning um sannleiksgildi þeirra. Aðeins í einu tilfelli tengdi sjúklingur þætti myndarinnar við þjóðsögur, sem hann leiðrétti svo síðar.
Mikil gleði ríkti í dag og þó sumir höfðu kviðið fyrir að tala frammi fyrir áhorfendum, hvarf hann fljótt og hláturinn dillaði í salnum!

No hay comentarios:

Publicar un comentario