23 jul. 2017

Kynning á bókinni, Listir og menning sem meðferð: íslensk söfn og alzheimer
Málþing og fyrirlestur
Listir og menning sem meðferð:
Íslensk söfn og alzheimer

19. september 2017 í Salnum í Kópavogi kl. 20:00
Francesca Rosenberg deildarstjóri Fræðsludeildar Nútímalistasafns (MoMA) í New York heldur fyrirlestur um dagskrána ‘Meet me at MoMA’
20. september 2017 frá 13:00 – 17:00
Tjarnarsal Ráðhússins frá 13:00-15:00 og í Listasafni Íslands frá 15:00-17:00.
Frummælendur á málþinginu verða:
Francesca Rosenberg deildarstjóri Fræðsludeildar MoMA-listasafnsins í New York
Jón Snædal forstöðumaður Minnismóttöku Landakots
Carmen Antúnez Almagro taugasérfræðingur og forstöðumaður Minnismóttöku Háskólasjúkrahússins Virgen de la Arrixaca í Murcia á Spáni
Javier Sánchez Merina arkitekt og dósent við arkitektadeild háskólans í Alicante
Sigurjón Baldur Hafsteinssona prófessor safnafræða við Háskóla Íslands
Halldóra Arnardóttir, listfræðingur, stjórnandi verkefnisins og ritstjóri bókarinnar

Á Listasafninu skoðum myndverk og unnið verður með myndlist, arkitektúr, bókmenntir og tónlist. Allt í samhengi við alzheimer-sjúkdóminn.  


Takið dagana frá, við hlökkum til að hitta ykkur !

Skrásetning er þegar hafin, ykkur verður boðin forsala á bókinni fljótlega :)
Verið velkomin að fara inn á:

Skrásetningarform


12 ago. 2013

Sýning og kynning bókarinnar „Frásagnir minninganna með Þórarni Eldjárn“, fimmtudaginn 19. september kl.15:00

Opnun sýningarinnar og kynning á bókinni Frásagnir minninganna með Þórarni Eldjárn: 19. september 2013 á sal Þjóðarbókhlöðunnar, kl 15:00 – 17:00.

Veitingar: öl, kleinur og ástarpungar.

Sýning: 19. september til 3. október.

Opnunartími: mánud. - fimmtud. 8:15-22:00; föstudaga 8:15-19:00; laugardaga 10:00-17:00; sunnudaga 11:00-17:00.

Sýningin „Frásagnir minninganna með Þórarni Eldjárn“ gefur yfirlit yfir afrakstur fyrstu smiðjunnar á Íslandi innan verkefnisins Listir og menning sem meðferð við Alzheimers sjúkdómnum. Sú rannsókn beinist að meðferð við Alzheimers sjúkdómnum án lyfja og er upprunnin frá Minnismóttöku Virgen de la Arrixaca sjúkrahússins í Murcia á Spáni.
Listir og menning sem meðferð við Alzheimers sjúkdómnum: „Frásagnir minninganna með Þórarni Eldjárn“ var skipulögð af Félagi áhugafólks og aðstandenda Alzheimers sjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma (FAAS) og Minnismóttöku Landakots. Smiðjan átti sér stað á sal Landsbókasafnsins og naut samstarfs hins virta rithöfundar Þórarins Eldjárns og 14 nemenda úr teiknideild Myndlistarskólans í Reykjavík.
Meðal markmiða þessa samstarfs var að opna umræðuna um Alzheimers sjúkdóminn og athuga hvernig frásagnir minninganna gætu sameinast vísindalegum rannsóknum og eigindlegu mati á Alzheimers sjúkdómnum sem og gert mat á mikilvægi tilfinningakerfis manneskjunnar sem þjáist af sjúkdómnum.

Frekari upplýsingar hér að neðan og um verkefnið í heild sinn á vefsíðu:
Art and Culture as Therapy

9 abr. 2013

Brum sem verður að þéttvöxnum greinum.Eins og við höfum lagt áherslu á í fyrirlestrum, er hópsamvinna grundvallaratriði í allri rannsókn gegn Alzheimers og þeirri viðleitni að ná fram árangri og framþróun.
Verkefnið “Listir og Menning sem hluti af meðferð” hófst sem brum, tilbúið til að stækka og kvíslast út, og búa til nýjar og jafnvel óvæntar tengingar. Sá hefur verið farvegur verkefnisins, einkenndur af jákvæðum hvata frá öllum þeim sem standa að netkerfinu.

30 ago. 2011

6. LOKAHÓF "HVAÐEFSÖGU": Þórarinn Eldjárn boðinn á upplestur nýrra frásagna

Í dag var lokahóf smiðjunnar og meiningin að hlusta á nýjar frásagnir sem höfðu sprottið út frá sögunni hans Þórarins “Hvaðefsaga”. Nú voru aðstandendur boðnir að koma, læknar frá Landakoti og FAAS félagar ásamt öðrum mætum gestum eins og fulltrúa frá Velferðarráðuneytinu.
Þórarinn var einnig boðinn velkominn en hans hlutverk að þessu sinni var að hlusta og taka þátt í samræðunum. Þessi litla saga hans hafði fengið stórt hlutverk, mörgum árum eftir að hún hafði verið búin til. Hún hafði orðið hvatning til að virkja frásagnargetu þátttakandanna, tengt liðna atburði við daginn í dag og jafnvel opnað hugmyndarflugið fyrir enn aðra.
Flest hófu eldri borgararnir frásögunina á “fjallinu sínu” (Esjunni, Dyrfjalli, Biskupstungum...) en síðan lá leiðin út um víðan völl: í laxveiði í Aðaldal, í fréttablað í Englandi, til bernskuáranna á Eyrinni á Akureyri og í berjamó í Aðaldal, inn í dullarfullan hellismuna sem enginn vissi hvert lá í Borgarfirði Eystri, til fjölskylduatburða í Viðey og hjólreiðaferðar í Noregi, lífsins og öskuhauganna í Gufunesi , svo aðeins nokkuð sé nefnt. Ein myndanna sýndi meira að segja hvernig viðkomandi áleit heilann sinn í dag, eftir að hafa verið greindur með Alzheimers í tvö ár!
Myndir nemendanna voru góð stoð fyrir sjúklinganna og í flestum tilfellum var engin spurning um sannleiksgildi þeirra. Aðeins í einu tilfelli tengdi sjúklingur þætti myndarinnar við þjóðsögur, sem hann leiðrétti svo síðar.
Mikil gleði ríkti í dag og þó sumir höfðu kviðið fyrir að tala frammi fyrir áhorfendum, hvarf hann fljótt og hláturinn dillaði í salnum!

29 ago. 2011

5. VINNUTÍMI: "Já þetta var svona!"

 Ýmislegt áhugavert kom fram í vinnutímanum í dag, en markmiðið nú  var að ná fram upphrópuninni: “já, þetta var svona!”

- Margir nemendanna komu með teikningarnar sínar fullfrágengnar og hlutu lof samstarfsmanna sinna. Nemendurnar höfðu greinilega lagt hart að sér til að undirbúa þessa “general prufu” fyrir morgundaginn.
Í nokkrum tilfellum var því lagt út í að skissa upp nýjar teikningar.
- Við upphaf vinnutímas, bauð einn sjúklinganna Ingibjörgu Sverrisdóttur (Forstöðumann Þjóðarbókhlöðunnar) góðann daginn og þakkaði henni fyrir síðast. Hann mundi vel eftir henni frá því vikunni áður þegar hún hafði leitt þátttakendur um sali bókasafnsins til þess að gera staðinn eftirminnilegri.
- Í lok tímans, ústkýrði eigimaður eins sjúklingsins að þau yrðu ekki við lokahófið daginn eftir því þau höfðu löngu áður skipulagt ferð til útlanda . Hann vildi því taka fram að konan hans hefði notið sín mjög mikið og átt mjög ánægulegt samstarf við nemendurna sína. Smiðjan hefði verið henni mikils virði. Konan hans hefði gert þó nokkra “rannsóknarvinnu” til þess að rifja upp ákveðna atburði og smáatriði í tengslum við þá.
- Annar sjúklingur spurði hvort ekki væri hægt að hittast nú um helgina , “þetta væri svo gaman”! Og þriðji sjúklingurinn var fullviss um að hann myndi taka þátt í annarri lista-og menningatengdri smiðju ef hún stæði honum til boða.

27 ago. 2011

4. VINNUTÍMI: "Hvaðefsaga" og tengslin við 17. júní

Í dag hittumst við aftur og nú var kvíðinn yfirstíginn sem tvær konur höfðu haft í upphafi smiðjunnar. Eldri kynslóðin var þegar sest í sætin sín þegar nemendurnir komu einn af öðrum með möppurnar sínar undir höndum. Þeir höfðu greinilega haldið áfram að vinna teikningarnar sínar í skólanum milli vinnutíma því nú komu mörg þeirra með nýjar teikningar sem þau sýndu eldri samstarfsmönnum sínum. Mikil gleði og undrun ríkti við að sjá hvernig orðin þeirra höfðu breyst í myndir. “Alveg ótrúlegt hvað þessir krakkar geta,” sögðu mörg hver.

Tíminn leið hratt og fyrr en varði var klukkan orðin 12:00 og aðstandendur komnir til að sækja fólkið sitt. Það var virkilega ánægjulegt að sjá og heyra að hvað vinnuhóparnir náðu vel saman: Einn sjúklinganna spurði hvort þau gætu ekki hist um helgina til að halda áfram!