12 ago 2013

Sýning og kynning bókarinnar „Frásagnir minninganna með Þórarni Eldjárn“, fimmtudaginn 19. september kl.15:00

















Opnun sýningarinnar og kynning á bókinni Frásagnir minninganna með Þórarni Eldjárn: 19. september 2013 á sal Þjóðarbókhlöðunnar, kl 15:00 – 17:00.

Veitingar: öl, kleinur og ástarpungar.

Sýning: 19. september til 3. október.

Opnunartími: mánud. - fimmtud. 8:15-22:00; föstudaga 8:15-19:00; laugardaga 10:00-17:00; sunnudaga 11:00-17:00.

Sýningin „Frásagnir minninganna með Þórarni Eldjárn“ gefur yfirlit yfir afrakstur fyrstu smiðjunnar á Íslandi innan verkefnisins Listir og menning sem meðferð við Alzheimers sjúkdómnum. Sú rannsókn beinist að meðferð við Alzheimers sjúkdómnum án lyfja og er upprunnin frá Minnismóttöku Virgen de la Arrixaca sjúkrahússins í Murcia á Spáni.
Listir og menning sem meðferð við Alzheimers sjúkdómnum: „Frásagnir minninganna með Þórarni Eldjárn“ var skipulögð af Félagi áhugafólks og aðstandenda Alzheimers sjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma (FAAS) og Minnismóttöku Landakots. Smiðjan átti sér stað á sal Landsbókasafnsins og naut samstarfs hins virta rithöfundar Þórarins Eldjárns og 14 nemenda úr teiknideild Myndlistarskólans í Reykjavík.
Meðal markmiða þessa samstarfs var að opna umræðuna um Alzheimers sjúkdóminn og athuga hvernig frásagnir minninganna gætu sameinast vísindalegum rannsóknum og eigindlegu mati á Alzheimers sjúkdómnum sem og gert mat á mikilvægi tilfinningakerfis manneskjunnar sem þjáist af sjúkdómnum.

Frekari upplýsingar hér að neðan og um verkefnið í heild sinn á vefsíðu:
Art and Culture as Therapy

No hay comentarios:

Publicar un comentario