24 ago 2011

3. VINNUTÍMI: "Hvaðefsaga" - Samgöngur og ferðalög

Temað í dag var SAMGÖNGUR: ferðalög, vegir (malbik, malarvegur, ruðningur), ökutæki og hestar (ferðamáti), göng nútímans og brýr (áður þurfti að vaða árnar og fara um hlykkjótta vegi fjallanna).

Við mættum öll stundvíslega, bæði yngri og eldri kynslóðin, tilbúin að halda áfram. Eldri borgararnir settust sjálfir í sætin sem þeir höfðu áður setið við. Nemendurnir sýndu þeim teikningarnar frá fyrri tíma og nú var ætlunin að fara dýpra í þær og festa minningarnar enn betur á pappírinn.

Þegar líða tók á tímann mátti sjá árangurinn. Frásagnargleði sjúklingsins hafði mótað stórar og litlar myndir af einstökum atburðum sem tengdust bæði lífi og náttúru: lax og laxveiði; að hafa unnið á ýtu við að slétta túnin í Mývatnssveit; að hafa farið í hjólaferðalag til Noregs í hópi 20 vina; að hafa verið dreginn upp úr rúminu til að spila á sveitaballi aðeins 10 ára gamall; að búa upp í Gufunesi og sjá farmana fulla af nýjum vörum hent á haugana (börnin hennar komu með nýja skó heim) en þau áttu líka “fullt af hestum”; að þurfa að ganga allar tröppurnar upp í Barnaskóla á Akureyri, eða vera tekinn af lögreglunni í Englandi fyrir að hafa keyrt ölvaður á hjóli...






No hay comentarios:

Publicar un comentario