22 ago 2011

2. VINNUTÍMI: "Hvaðefsaga" og tengslin við fjallið

Minningin um söguna “Hvaðefsaga” eftir Þórarinn Eldjárn er endurheimt.
Temað í dag er tengslin við FJALLIÐ: útsýni yfir á ..., nöfn þekktra fjalla, smalamenska, berjamór, grasatínsla, útilega, göngur o.fl - jafnvel álfaborgir (sem þá tilvitnun í söguna um að fjöllin séu hol að innan). 



Í dag voru hópar myndaðir milli 14 nemenda og 7 Alzheimer eldri borgara. Allir setjast niður og heilsast. Í upphafi tímans minnist einn sjúklingurinn á að hún hafi kviðið mikið fyrir deginum og varla sofið neitt all nóttina. Í stað þess las hún. Það var hins vegar ljóst að þegar leið á tímann var hún róleg, mjög jákvæð og björt í garð nemandanna.

Það var eftirtektavert hversu einbeittir sjúklingarnir voru. Ein konan hikaði t.d. ekki við að leiðrétta nemendurna þegar hún sá að “bodyið” á vörubílnum var of stórt á teikningunni. Hlutföllin voru ekki rétt. Þetta var vörubíll sem var á leið í berjamó í Aðaldal með fullt af fólki. Um leið og félagi hennar sá þessa teikningu spratt hann upp og spurði: “hvaðan ók bíllinn? Hún svaraði: “Akureyri”. Þá kallaði hann upp: “ég er líka frá Akureyri.” Síðan kom það upp úr dúrnum að hún þekkti til fjölskyldu hans (mjólkurbúðinni á horninu sem amma hans vann í).






No hay comentarios:

Publicar un comentario