19 ago 2011

Upplestur smásögunnar “HVAÐEFSAGA” eftir rithöfundinn, Þórarinn Eldjárn.

Þórarinn les upp söguna, Hvaðefsaga. Markmiðið er að hvetja til samræðna um milli rithöfundarins og þáttakendanna í smiðjunni um inntak hennar og hugtök: þeir tengi umræðuna eigin reynslu (fortíð og nútíð).

Sagan vekur til umhugsunar og setur hlustandann í heim hugmyndaflugsins. Dæmi:
Getið þið hugsað ykkur að fjöll séu hol að innan og jafnvel að þar inni búi álfar og huldufólk?
Lásum þið um álfa/huldufólk eða lékuð þið ykkur í nágreni þeirra í barnæsku?
Hvað ef slíkt fjall væri við húsið ykkar?
Grundvallarhugtök sem tengja síðan samræðurnar: fjallið, samgöngur (vegir + jarðgöng), ferðalög (nú og í æsku), veðrið, 17. júní og fjallkonan.

Á meðan á upplestri rithöfundarins stendur skyssa nemendur myndlistarskólans upp þætti úr sögunni.
- Nemendurnir eru frjálsir að velja vinnslutækni og gerð lita. Þeim er jafnframt frjálst að ákveða snið teikningarinnar, allt eftir hentugleika.
- Teikningin á að vera eins nákvæm og hægt er.


Eftir upplesturinn er bókasafnið heimsótt í fylgd safnvarðar. Markmiðið er að rými, áferðir, birta og litir auðveldi sjúklingunum að muna hvað gerðist þetta síðdegi.









Eftir að aðstandendur hinna ýmsu stofnana höfðu opnað smiðjuna, hlustuðum við af mikilli eftirtekt á söguna HVAÐEFSAGA eftir Þórarinn Eldjárn. Eldri kynslóð þátttakendanna hafði mikið gaman af og skellti upp í sífellu.
Einn þátttakendanna segir jafnvel að “Þórarinn verði bara að koma heim til sín, í prívat húsletur”! Svo skellihlær hún.

Í samræðunum sem spunnust út frá sögunni var farið um víðan völl. Esjan, Biskupstungur, Hekla, Kirkjufell og Súlur voru nefnd sem kærkomin fjöll, minnst var á klif í fjöllum Nepal, ferðalags til Englands... 



No hay comentarios:

Publicar un comentario